Þrettándablað ÍBV 2022 komið út

06.jan.2022  12:57

Þrettándablað ÍBV fyrir árið 2022 er komið út og er hægt að nálgast það með því að smella hér.

Blaðið inniheldur viðtöl við besta leikmann ÍBV í knattspyrnu karla árið 2021, efnilegasta leikmann meistaraflokks kvenna í handknattleik og einn af atvinnumönnum félagsins sem leikur í Þýskalandi.

Ásamt því er hugvekja frá sóknarpresti Landakirkju, annáll frá framkvæmdastjóra félagsins auk frábærra mynda frá Adda í London af Þrettándagleði síðustu ára.

Aðstandendur blaðsins vilja þakka fyrirtækjum veitta styrki og auglýsingar í blaðinu. Auk þess viljum við óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir þau liðnu.