• Félagsfundur 30. september 2021 samþykkir fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi sem liggur fyrir fundinum. Þar segir að knattspyrnuhöll skuli stækkuð til vesturs, byggja skuli félagsheimili á 3 hæðum austan við suðurstúkuna á Hásteinsvelli og nýja handknattleikshöll þar sem öll aðstaða verður tengd saman.
Gervigras og flóðlýsing verði lagt á Hásteinsvöll og Týsvöll, ásamt minni völlum suður af Týsvellinum. Týsheimilið verði rifið og deiliskipulag geri ráð fyrir tveggja hæða húsum beggja vegna Hásteinsvallar.
• Fjórir veigamestu þættirnir eru: Félagsheimili við Hásteinsvöll, gervigras á Hásteinsvöll ásamt flóðlýsingu, handknattleikshöll við Hásteinsvöll og stækkun Herjólfshallar.
• Fundurinn leggur áherslu á að áður en forgangsröðunin sem kosið var um á fundinum komi til framkvæmda verði farið í nauðsynlegar breytingar á búningsaðstöðu Íþróttahússins fyrir meistaraflokka handboltans.
• Fundurinn samþykkti eftirfarandi forgangsröð:
• Gervigras og flóðlýsing við Hásteinsvöll
• Félagsheimili við Hásteinsvöll
• Handknattleikshöll við Hásteinsvöll
• Stækkun Herjólfshallar
• Þrátt fyrir þessa niðurstöðu leggur fundurinn mikla áherslu á að allir verkþættir verði framkvæmdir sem allra fyrst.