Evrópuleikir

Evrópuleikir

Evrópukeppni meistaraliða
1980 ÍBV - Banik Ostrava Tékkóslóvakía 0 - 1
1980 ÍBV - Banik Ostrava Kópavogur 1 - 1
22.07.1998 ÍBV - FK Obilic Júgóslavía forkeppni 1. umferð 0 - 2
29.07.1998 ÍBV - FK Obilic Vestmannaeyjar forkeppni 1. umferð 1 - 2
13.07.1999 ÍBV - SK Tirana Vestmannaeyjar forkeppni 1. umferð 1 - 0
21.07.1999 ÍBV - SK Tirana Albanía forkeppni 1. umferð 2 - 1
28.07.1999 ÍBV - MTK Búdapest Vestmannaeyjar forkeppni 2. umferð 0 - 2
04.08.1999 ÍBV - MTK Búdapest Ungverjaland forkeppni 2. umferð 1 - 3

 
Evrópukeppni bikarhafa:
1969 ÍBV - Levski Spartak Búlgaría 0 - 4
1969 ÍBV - Levski Spartak Reykjavík 0 - 4
20.09.1973 ÍBV - Borussia Mönchengladbach Reykjavík 0 - 7
03.10.1973 ÍBV - Borussia Mönchengladbach V-Þýskaland 1 - 9
14.09.1982 ÍBV - Lech Poznan Kópavogur 0 - 1
29.09.1982 ÍBV - Lech Poznan Pólland 0 - 3
19.09.1984 ÍBV - Wisla Krakow Pólland 2 - 4
03.10.1984 ÍBV - Wisla Krakow Vestmannaeyjar 1 - 3
14.08.1997 ÍBV - Hibernians Malta forkeppni 1 - 0
27.08.1997 ÍBV - Hibernians Vestmannaeyjar forkeppni 3 - 0
18.09.1997 ÍBV - Stuttgart Reykjavík 1 - 3
02.10.1997 ÍBV - Stuttgart Þýskaland 1 - 2
 
 
Evrópukeppni félagsliða
19.09.1972 ÍBV - Viking Stavanger Noregur 0 - 1
24.09.1972 ÍBV - Viking Stavanger Reykjavík 0 - 0
05.09.1978 ÍBV - Glentoran Kópavogur 0 - 0
14.09.1978 ÍBV - Glentoran N-Írland 1 - 1
21.10.1978 ÍBV - Slask Reykjavík 0 - 2
02.11.1978 ÍBV - Slask Pólland 1 - 2
13.09.1983 ÍBV - Carl Zeiss Jena Kópavogur 0 - 0
28.09.1983 ÍBV - Carl Zeiss Jena A-Þýskaland 0 - 3
17.07.1996 ÍBV - Lantana Eistlandi forkeppni 1. umferð 1 - 2
24.07.1996 ÍBV - Lantana Vestmannaeyjar forkeppni 1. umferð 0 - 0
10.08.2000 ÍBV - Hearts Reykjavík forkeppni 1. umferð 0 - 2
24.08.2000 ÍBV - Hearts Skotland forkeppni 1. umferð 0 - 3
15.08.2002 ÍBV - AIK Solna Svíþjóð forkeppni 1. umferð 0 - 2
23.08.2002 ÍBV - AIK Solna Vestmannaeyjar forkeppni 1. umferð 1 - 3
 
 
Samtals í Evrópukeppni:
34 leikir - 4 sigrar - 6 jafntefli - 24 töp - markatala: 20 - 73

 
ÍBV - Levsky Spartak - 1969
Árið 1969 lék ÍBV í Evrópukeppni bikarmeistara og ríkti að vonum mikil eftirvænting hjá Eyjamönnum meðan beðið var eftir fréttum af því við hvern mótherja ÍBV hreppti er dregið var. ÍBV hafði árið áður, á sínu fyrsta ári í 1. deildinni unnið Bikarkeppni KSÍ og þar með öðlast þátttökurétt í þessari keppni. Má því segja að ÍBV hafi gengið rakleitt inn í Evrópu þegar liðið komst loks í röð með bestu liðum Íslands. Svo kom fréttin, IBV dróst á móti liði frá Búlgaríu, Levsky Spartak. Þetta búlgarska lið var á þessum árum talið eitt af fremstu liðum Evrópu og því fyrifram vitað að um erfiðan róður yrði að ræða hjá leikmönnum ÍBV. Fyrri leikurinn var leikinn á Laugardalsvellinum og lauk með sigri Levsky 4-0. Þennan leikdag gerði snarvitlaust veður í Reykjavík og var veðurhæðin slík á vellinum að markataflan og klukkan fuku um koll. Voru aðstæður því ekki góðar til knattspyrnu og áhorfendur ekki ýkja margir. Seinni leikurinn var síðan elikinn í Sofía í Búlgaríu og lauk honum á sama veg, 4-0 sigur Levsky. Móttökurnar sem ÍBV hlaut þarna í Búlgaríu voru hreint út sagt frábærar og ferð þessi mjög minnisstæð öllum þeim sem þátt tóku í henni.

 
ÍBV - Viking - 1972
Árið 1972 lék ÍBV í Evrópukeppni félagsliða, UEFA bikarkeppninni, og mætti þar Viking frá Stavanger í Noregi. Árið 1971 og 1972 tefldi ÍBV fram einu besta liði sem félagið hefur átt á að skipa alveg fram til þessa dags og var því gengið til þessara leikja við hið norska lið með það í huga að komast áfram í keppninni. Fyrri leikurinn var leikinn úti í Stavanger og að mati þess er þessar línur skrifar (úr leikskrá frá 1978) lék ÍBV-liðið þarna sinn besta leik fyrr og síðar. Knattspyrnan var stórgóð og áttu bæði liðin þar hlut að máli. Leikmenn ÍBV gerðu allt í þessum leik, nema skora mark og það er einmitt heila málið. Viking skoraði eitt heljarinnar heppnismark í leiknum og vann 1-0. Hugðust leikmenn ÍBV hefna þessara ófara í síðari leiknum sem leikinn var á Laugardalsvellinum. En þeir guðir sem ráða veðrum og vindum á landi voru hafa verið ÍBV ómildir er félagið hefur leikið í Evrópukeppnum þarna hjá þeim í Reykjavík. Þegar ÍBV og Viking gengu til leiks var völlurinn einn alssherjar drullupyttur og aðtsæðurnar drógu bæði liðin niður í svaðið ef svo má segja, liðin sem höfðu leikið svo frábærlega vel úti í Noregi náðu ekki að vinna bug á aðstæðunum. ÍBV átti mun meira íleiknum en frábær markvarsla hjá markverði Víkings, Erik Johannsen, kom í veg fyrir að ÍBV skoraði mark, 0-0 og ÍBV þar með úr leik.
 

Evrópulið ÍBV ferðbúið til Noregsfarar 1972 í sérstökum bolum með IBV merkinu og auglýsingu um 50 sjómílna landhelgiskröfu Íslands sem þá var í brennideplinum.
Aftari röð frá vinstri: Óskar Valtýsson, Haraldur Júlíusson, Friðfinnur Finnbogason, Sævar Tryggvason, Kristján Sigurgeirsson, Ásgeir Sigurvinsson, Örn Óskarsson, Tómas Pálsson, Gísli Magnússon, Ólafur Sigurvinsson og Viktor Helgason þjálfari.
Fremri röð frá vinstri: Þórður Hallgrímsson, Ársæll Sveinsson, Snorri Rútsson, Páll Pálmason og Einar Friðþjófsson (Mynd Sigurgeir og er hún tekin á þaki Hótel Esju í Reykjavík)
 

ÍBV - Borussia Mönchengladbach - 1973
Þegar fréttir bárust um það í júní mánuði 1973 að ÍBV hefðu lent á móti Vesturþýska stórliðinu Borussia Mönchengladbach í Evrópukeppni bikarmeistara var talað um stóra vinninginn í happdrættinu, eða það héldu flestir. En stóri vinningurinn varð að stórfelldu fjárhagslegu tapi fyrir ÍBV (og líka M. Gladbach). ÍBV tapaði báðum leikjunum stórt 0-7 hér heima og 1-9 úti í Mönchengladbach. Það var Örn Óskarsson sem skoraði eina mark ÍBV í leikjunum og fyrsta mark ÍBV í Evrópukeppnum þar með. Móttökurnar sem leikmenn og forystumenn ÍBV hlutu í Þýskalandi voru stórkostlegar og reyndar gerðu þjóðverjarnir meira fyrir ÍBV en reglur UEFA kveða á um. En það var um fjárhagstjónið. Þrátt fyrir að fólki gæfist kostur á því að sjá hér íkeppni eitt þekkasta og besta knattspyrnulið sem komið hefur til Íslands fyrr og síðar komu sárafáir áhorfendur á völlinn og innkoma á leikinn dugði hvergi nálægt því að borga þann kostnað sem ÍBV varð að leggja út vegna Evrópukeppninnar.
 
 
ÍBV - Glentoran - 1978
Í haust (1978) tók ÍBV þátt í Evrópukeppni félagsliða, UEFA-keppninni og mætti þar Norður-írska liðinu Glentoran. Sem kunnugt er keppti Valur við þetta sama lið árið 1977. Valur vann fyrri leikinn hér heima 1-0, en tapaði 0-2 í Belfast. Gerðu menn því ráð fyrir að um jafna of spennandi leiki yrði að ræða hjá ÍBV og þeir bjartsýnustu litu hýrum augum til 2. umferðar.
Fyrri leikurinn fór fram á Kópavogsvelli þann 5. sept. Skildu liðin jöfn 0-0 í fjörugum leik, þar sem okkar menn hefðu átt að sigra. Eftir jafnteflið hér heima voru menn ekki bjartsýnir á framhaldið í síðari leiknum, sem fram fór í Belfast 15. sept.. Í fyrri hálfleik höfðu írarnir talsverða yfirburði, án þess þó að skapa sér mörg færi, en á 45 mín fyrri hálfleiks tókst þeim að skora. Í síðari hálfleik kom ÍBV liðið mjög ákveðið til leiks og átti síst minna í síðari hálfleik. Á 90 mín. Tókst Erni Óskarssyni að skora jöfnunarmarkið og lauk því leiknum með jafntefli 1-1, og komst ÍBV því áfram í 2. umferð á marki skoruðu á útivelli.
(úr leikskrá ÍBV gegn Slask frá Póllandi- leikurinn fór fram á Melavellinum 21.okt 1978)

Leikmannahópur ÍBV þegar leikið var gegn Glentoran og Slask.