Handbækur

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hrintu af stað átaki haustið 2018 með það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópurinn eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna.

ÍBV Íþróttafélag tekur þátt í þessu átaki því við teljum ávinninginn mikinn, bæði fyrir okkur að fjölga iðkendum og eins að hjálpa börnum og foreldrum af erlendum uppruna að aðlagast samfélaginu betur, jafnvel eignast nýja vini.

Hluti af átakinu var að útbúa foreldrahandbækur með öllum helstu upplýsingum sem foreldrar þurfa að vita varðandi íþróttaiðkun barna sinna hjá félaginu. ÍBV fékk styrk frá ÍSÍ og UMFÍ, en hann var nýttur m.a. til að þýða handbækurnar yfir á ensku og pólsku.