ÍBV gegn einelti

 
 
ÍBV-íþróttafélag leggur ríka áherslu á að börnunum líði vel í starfi hjá félaginu. Ef grunur leikur á að barn sé lagt í einelti á æfingum eða í tengslum við uppákomur félagsins er mikilvægt að boðum um það sé komið á framfæri við framkvæmdastjóra félagsins. Hægt er að senda tölvupóst á ibv@ibv.is eða hringja í 481-2060. Fullum trúnaði er heitið.
 

 

HVAÐ ER EINELTI?
Einelti er að ofsækja einhvern með endurtekinni stríðni, illkvittnum uppnefnum, ógnandi, árásargjarnri framkomu og útilokun frá félagsskap. Oft er erfitt að greina einelti en það birtist í flestum hópum í okkar samfélagi. Eineltið birtist t.d. oft í þeirri mynd að einhver er skilin(n) eftir útundan. Einelti veldur jafnan miklum kvíða hjá viðkomandi og vanlíðan. Öll þekkjum við einhvern einstakling sem hefur verið strítt mikið en hefurðu hugsað hvernig þér myndi líða í hans sporum? Einelti er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá í boltanum frekar en annars staðar.
 
HVAÐ GET ÉG GERT?
Þú getur sleppt því að taka þátt í eineltinu. Þú getur einnig sagt öðrum frá, t.d. vinum þínum að það sé rangt að leggja einhvern í einelti. Börn geta sagt þjálfara, eða öðrum fullorðnum sem þau treysta frá eineltinu. Mjög mikilvægt er að sýna þeim sem verður fyrir eineltinu stuðning með því að ganga til liðs við hann/hana og mótmæla svona framkomu. Ef þú gerir ekkert og þegir heldur viðkomandi að þér finnist þetta allt í lagi og þú tekur þar með þátt í eineltinu. Hvernig fyndist þér ef svona væri komið fram við þig? Ef þú verður sjálfur fyrir einelti, mundu að þú stendur ekki ein/einn. Reyndu að finna einhvern sem stendur með þér og styður þig og þú getur talað við. Það geta verið vinir, foreldrar eða þjálfarinn, einhver sem þú treystir.
 
Vinnureglur félagsins í eineltismálum.
Sjá nánar um fordóma.
Sjá síðareglur félagsins.
 
 
 
 
 
 
Nánari upplýsingar um einelti í íþróttum af heimasíðu ÍSÍ.