Slys/tryggingamál
Þjálfurum ber að fylla út slyaskýrslur í öllum tilfellum þar sem óhöpp eða slys verða og senda til íþróttafulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Slysaskýrsluform er hægt að nálgast hjá starfsmönnum íþróttamiðstöðvar og á skrifstofu ÍBV Íþróttafélags í Týsheimili.
Til að forðast slys skulu þjálfarar tilkynna strax um það sem aflaga fer eða þarfnast viðgerðar með tölvupósti til íþróttafulltrúa bæjarins og framkvæmdastjóra félagsins.
Meginreglan er að iðkendur félagsins eru ekki tryggðir á vegum félagsins þó þeir stundi æfingar og keppni á vegum þess.
Iðkendur eða forráðamenn þeirra bera sjálfir ábyrgð á að afla tilskilinna gagna. Nauðsynleg eyðublöð fyrir tilkynningu er hægt að nálgast á heimasíðu ÍSÍ undir Íþróttaslysasjóður. Aðstoð við útfyllingu og frágang skjala er hægt að fá á skrifstofu ÍBV íþróttafélags.