Þrettándagleðin tókst með ágætum

05.jan.2013  22:59

- Nokkrar myndir fylgja með

Þrettándinn var haldinn í gær og tókst með ágætum. Óhætt er að segja að margir hafi lagt leið sína til að taka á móti Grýlu, Leppalúða og öllum þeirra skyldmennum. Kunnugir segja að Grýla hafi verið með blíðara móti þetta árið. Óhætt er að segja að hátíðarhöldin hafi náð hámarki á malarvellinum þegar að stórkostleg flugeldasýning sló botninn í hátíðina. ÍBV íþróttafélag þakkar öllum þeim sem leggja sitt af mörkum til að gera þessa skemmtilegu hátíð að veruleika. Án ykkar væri þetta ekki hægt.