Á föstudagskvöldið var, voru jólin kvödd með pompi og prakt hér í Eyjum. Kvöldið hófst með stórgæsilegri flugeldasýningu af Hánni og lauk með annari sýningu ekki síðri við Höllina um tveimur tímum síðar. Í millitíðinni komu allar mögulegar kynjaverur af öllum stærðum og gerðum fram í dagsljósið til að heilsa uppá bæjarbúa að ógleymdum jólasveinunum geðprúðu. Þegar allt er talið má áætla að um 270 sjálfboðaliðar komi að því að hjálpa þessum kynjaverum til byggða.