Ekki viðraði til hátíðarhalda síðasta föstudag og var því þrettándagleði félagsins frestað til laugardags. Það kom ekki að sök og úr varð glæsileg hátíð sem er einhver sú fjölmennasta frá upphafi. Mikið var lagt í að allt gengi upp og gengu veðurguðirnir í lið með okkur seinni part laugardags. Svo þurrt var í veðri að vart var við sinubruna víða um bæinn. ÍBV íþróttafélag vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem lögðu hönd á plóg. Án ykkar ættum við ekki flottustu þrettándagleði á landinu. Hægt er að sjá fleiri myndir með því að smella á "meira".