Þrettándablaðið komið á netið

07.jan.2011  07:56

Ákvörðun um frestun verður tekin eftir hádegi

Í kvöld verður mikið um að vera. Þá verður þrettándagleði ÍBV og hefst fjörið kl 19.00 niður við Há með flugeldasýningu. Varðandi veðrið og hvort fresta þurfi gleðinni, þá verður tekin ákvörðun um það eftir hádegi í dag. Þrettándablaðið er ómissandi partur af þrettándahátíðinni og á það að vera komið inná hvert heimili í Eyjum. Fyrir þá sem að ekki hafa séð blaðið er hægt að nálgast það hér.