Mikill áhugi er fyrir þrettándanum ef marka má bókanir hjá flutningsaðilum. Fullt er fyrir bíla í allar ferðir Herjólfs ef frá er talin fyrsta ferð frá Landeyjarhöfn á föstudaginn. Einnig er fullt í síðustu tvær ferðirnar á fimmtudeginum. Hjá flugfélaginu Erni er fullt í seinniparts vélina og örfá sæti laus í þá fyrri.