Nýtt og endurbætt Þrettándamyndband komið á netið

30.des.2010  11:31
Nú er einungis rúm vika í Þrettándagleði ÍBV. Sighvatur Jónsson gerði í fyrra myndband sem sýnir stemninguna á Þrettándanum. Nú er hann búinn að endurgera myndbandið sem hægt er að sjá hér. Undirbúningur fyrir Þrettándann fer að ná hámarki og má búast við að enn fleira fólk mæti á gleðina í næstu viku en komu á þá síðustu en þá var aðsóknarmet slegið.