Dagskrá þrettándahelgarinnar tilbúinn

04.jan.2010  11:20
Þá er dagskráin tilbúinn fyrir þrettándagleðina sem að verður um næstu helgi. Óhætt er að segja að dagskráin sé með fjölbreyttu sniði, eitthvað fyrir alla. Hægt er að sjá dagskránna með því að smella á meira.
8. – 10. janúar 2010
Föstudagur
 
15.30 – 17.00: Grímuball Eyverja í Höllinni
Jólasveinninn færir öllum börnum nammipoka og þátttökupening.  Sérstök verðlaun verða veitt fyrir líflegustu framkomuna, besta heimahannaða búninginn og besta keypta búninginn.
 
19.00: Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV
(Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll)
 
00.00: Þrettándaball – Grímuball fyrir fullorðna
Vinir vors og blóma leika fyrir dansi
 
Útsölur og þrettándatilboð í fjölda verslanna
 
 
Laugardagur
11.00 til 16.00:  Langur laugardagur í verslunum
Sértilboð og tröllaútsölum
 
12.00: Álfa og tröllaréttir á veitingastöðum bæjarins. 
Sérstakur töllamatseðill. Blanda af léttum réttum fyrir þá sem þjakaðir eru af samviskubiti eftir jólahátíðina og fæði fyrir þá sem þurfa að jafna sig eftir áttök þrettándahátíðarinnar
 
10.00 til 15.00: Tröllagleði í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
Foropnun útivistarsvæðis Íþróttamiðstöðvar Vestmanaeyja.  Frítt inn fyrir alla.
Fjölskylduleikir í öllum íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara
Sundþrautir og leikir,   þrautabrautir, Ægir með kynningu á „Bodsía“ og fl.
           Köruboltaþrautir.  Handbolti. Knattspyrna.
Atriði úr Pétri Pan í uppfærslu Leikfélags Vestmannaeyja
Andlitsmálning, Lifandi tónlist
 
14.00 – 16.00
Opið hús á Slökkvistöð Vestmannaeyja.  Tæki og tól til sýnis m.m.
 
14.00 – 16.00
Opið hús á náttúrugripasafninu
Frítt inn
 
16.00: Svölukot. - Gimsteinar meistaranna - Opnun á sýningu á helstu gimsteinum listaverkasafns Vestmannaeyjabæjar – Lifandi tónlis m.m.
Sýning á málverkum Kjarvals og annarra meistara sem eru í eigu Vestmannaeyjabæjar. 
 
Veitingastaðir - Local food í Eyjum
Matreiðslumenn og gestakokkar á veitingastöðum bæjarins töfra fram hið besta úr vestmannaeysku hráefni.  Lifandi tónlist á einhverjum stöðum.
Lundinn – Vulcano Café – Café Cornero opið fram eftir nóttu. 
 
 
 
 
Sunnudagur
11.00: Barna og fjölskylduguðþjónusta í Landakirkju
 
13.00: Tröllamessa í Starfkirkjunni
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson messar í stafkirkjunni
 
14.00: Álfar og tröll í Eyjum - Upplestur og sögur í bókasafni Vestmannaeyja. 
Valdir leikarar leika og lesa álfa- og tröllasögur  úr Eyjum 
 
14.00 til 16.00
Opið hús á sögusetrinu 1627 og Pálsstofu
 
Útvarp GUFAN verður með útsendingar alla helgina