Handbolti - ÍBV sigraði Meistarakeppni HSÍ!

07.sep.2020  14:25
Í gærkvöldi sigruðu bikarmeistararnir okkar Valsmenn í Meistarakeppni HSÍ, oftast þekkt sem meistarar meistaranna! 🏆
Mikið jafnræði var með liðinum en okkar menn voru með með yfirhöndina mest allan leikinn. Í hálfleik var staðan 12-13 ÍBV í vil, eftir að Valsmenn skoruðu 2 síðustu mörk hálfleiksins. Eyjapeyjar hófu síðari hálfleik af krafti, skoruðu 3 fyrstu mörkin og létu forystuna aldrei af hendi. Mjög góð frammistaða hjá okkar mönnum og niðurstaðan var 24-26 sigur og því enn einn bikarinn í hús hjá Bandalaginu.
Hákon Daði var markahæstur hjá ÍBV með 6 mörk, Sigtryggur Daði skoraði 5, Dagur 4, Fannar 3, Svanur Páll og Friðrik Hólm 2, Gabríel, Kári, Ásgeir og Arnór skoruðu 1 mark hver. Petar varði vel í markinu, 13 skot (36, 1% markvarsla).
Sigurinn gefur strákunum án efa byr undir báða vængi fyrir baráttuna sem er framundan, en fyrsti leikur þeirra í Olís deildinni er á fimmtudaginn 10.september en þá mæta þeir ÍRingum í Austurbergi.
Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar! 🏆


Á mynd:
Efri röð frá vinstri: Halldór Sævar Grímsson (liðsstjóri), Kristinn Guðmundsson (þjálfari), Hákon Daði Styrmisson, Arnór Viðarsson, Ásgeir Snær Vignisson, Björn Viðar Björnsson, Róbert Sigurðarson, Örn Bjarni Halldórsson, Dagur Arnarsson, Sigtryggur Daði Rúnarsson, Erlingur Richardsson (þjálfari) og Bjartey Helgadóttir (sjúkraþjálfari).
Neðri röð frá vinstri: Friðrik Hólm Jónsson, Gabríel Martinez Róbertsson, Kári Kristján Kristjánsson, Svanur Páll Vilhjálmsson, Fannar Þór Friðgeirsson, Petar Jokanovic, Ívar Logi Styrmisson.