Handbolti - Sveinn José framlengir til tveggja ára!

11.feb.2023  13:00

Sveinn José Rivera hefur undirritað nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV.

Sveinn José er öflugur 24 ára gamall línumaður sem kom til liðs við ÍBV haustið 2020. Hann hefur verið mjög vaxandi í sínum leik og er frábær liðsmaður.

Það eru gleðitíðindi að Sveinn muni áfram leika í hvítu og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs!

Á meðfylgjandi mynd handsala Sveinn José og Garðar B. Sigurjónsson, nýr formaður handknattleiksdeildar ÍBV, samninginn.

Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!