Handbolti - Sara Dröfn framlengir!

25.apr.2023  15:28
SARA DRÖFN FRAMLENGIR!
 
Handknattleiksdeild ÍBV hefur gengið frá nýjum tveggja ára samningi við Söru Dröfn Richardsdóttur.
 
Sara Dröfn er ung og bráðefnileg handboltakona, en hún hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarið og hefur fest sig í sessi í ÍBV liðinu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún leikið stórt hlutverk í góðum árangri sem liðið hefur náð hingað til á tímabilinu.
 
Sara Dröfn hefur á undanförnum árum verið í öllum yngri landsliðum Íslands og staðið sig með mikilli prýði á þeim vettvangi.
 
Við erum afar ánægð með að hafa Söru áfram í herbúðum ÍBV og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.
 
Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!