Handbolti - Birna Berg áfram hjá ÍBV!

09.feb.2022  17:44

Birna Berg Haraldsdóttir áfram hjá ÍBV!

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV.

Hún hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020, þegar hún kom frá Neckarsulmer í Þýskalandi. Hún hafði þá leikið í atvinnumennsku erlendis um nokkurra ára skeið.

Birna varð fyrir því óláni að meiðast alvarlega í upphafi yfirstandandi tímabils, bikarleik ÍBV gegn Gróttu, sem varð til þess að hún hefur ekki leikið með liðinu á þessu tímabili. Hún hefur verið feykilega dugleg að vinna í sinni endurhæfingu og er á góðu róli. Birna er staðráðin í að koma inn af krafti á næsta tímabili og verður það mikill hvalreki fyrir liðið.

Þetta er mikið ánægjuefni og hlökkum við mikið til áframhaldandi samstarfs með Birnu.

Mynd frá: Sigfúsi Gunnari ljósmyndara