Handbolti - Sigur á Nesinu

22.jan.2011  10:40

ÍBV stigi frá Fylki sem er í fjórða sæti

ÍBV gerði góða ferð upp á land og vann Gróttu með einu marki 22:23 í N1-deild kvenna í handknattleik. Staðan í hálfleik var 9:12 ÍBV í vil. Leikurinn var æsispennandi eins og tölurnar gefa til kynna en Grótta hefði með sigri getað komið sér nær Haukum en þær eru sem fyrr í næst neðsta sæti deildarinnar með 2 stig, 4 stigum á eftir Haukum.
Hjá gestunum í ÍBV fór Guðbjörg Guðmannsdóttir á kostum og skoraði 8 mörk. Henni næst kom Þórsteina Sigurbjörnsdóttir með 6. Hjá Gróttu voru þær Hildur Marín Andrésdóttir og Lovísa Rós Jóhannsdóttir atkvæðamestar með 4 mörk.
 
Þetta var fyrsti leikurinn í 11. umferð en ÍBV er nú einu stigi á eftir Fylki í 5. sæti með 11 stig.
 
www.mbl.is greindi frá.