Handbolti - Er einhver klár í handboltaráð?

22.mar.2007  13:01

Nú bráðliggur á að fá dugmikla einstaklinga til starfa í handboltaráð fyrir næsta tímabil. Nú þegar hafa einhverjir lýst yfir áhuga sínum að vera með. Enn vantar þó höfuð á stjórnina. Við leitum, og finnum vonandi kraftmikið fólk.

Núverandi ráð hefir unnið frábært starf á mörgum sviðum, en vill gjarnan fá fleiri til starfa, fyrir næsta tímabil. Fjölmargir þættir í starfinu eru nú þegar fullmótaðir, þar sem ákveðnir einstaklingar taka að sér einstök verkefni. Það léttir mjög á ráðinu sjálfu, sem getur einbeitt sér að öðrum þáttum.

Starfið í kringum handboltann er að mörgu leyti spennandi. Nú þegar þarf að fara að móta stefnu fyrir næsta tímabil.

Stjórn ÍBV Íþróttafélags skorar á alla þá fjölmörgu áhugamenn, sem vilja láta gott af sér leiða fyrir félagið, að gefa sig fram nú þegar.

ÁFRAM ÍBV-UPP MEÐ ÍBV.

F.h.ÍBV Íþróttafélags

Friðbjörn Ó. Valtýsson frkvstj.