Handbolti - Harka í Kópavogi

08.mar.2007  18:32

ÍBV stelpurnar í mfl. kvenna lentu í kröppum dansi í gærkvöld. Þær sóttu HK heim í Digranes. Stelpurnar voru ákveðnar í, að selja sig dýrt í leiknum. Auðséð var strax frá byrjun, að ýmislegt gengur liðinu í mót þessa dagana. Í fyrsta lagi elti óheppnin þær á röndum á sama tíma og hið unga og efnilega HK lið virtist hafa heppnina með sér. Ingibjörg Jónsdóttir kom til liðs við ÍBV, en hún stundar nám á Bifröst. Þar eru einmitt svona leikmenn, sem við söknum svo sárt. Stapðan í halfleik var 15-13 f. HK. Fljótlega í s.h. náðu okkar stelpur að jafna 22-22. Þá eiginlega byrjaði ballið fyrir alvöru. Leikurinn var stöðvaður og ritaraborðið krafðist þess, að eitt mark yrði tekið af liðinu. Mikil rekistefna varð og niðurstaðan varð sú, að staðan ætti að vera 22-21 okkur í óhag. Þrátt fyrir áköf mótmæli varð því ekki haggað. Mikið áfall, og HK stelpur gengu á lagið. Í kjölfarið rigndi brottvísunum á okkar fólk og leikurinn tapaður. Þrjú rauð spjöld og alls kyns refsingar á okkar lið eftir að dómararnir misstu algjörlega tökin á leiknum. Lokastaða 33-30. Við getum ef til vill engum kennt um öðrum en sjálfum okkur hvernig fór. Greinilegt er þó, að ÍBV er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá ýmsum. Þessu þurfum við að breyta. Töku sjálfum okkur tak. Förum að vinna með þeim, sem eru í forystu fyrir íþróttahreyfinguna á landsvísu. Áfram ÍBV, áfram Ísland.