Handbolti - Gabríel Martinez framlengir til tveggja ára

13.feb.2023  12:00

Gabríel Martinez Róbertsson og handknattleikdeild ÍBV hafa undirritað nýjan tveggja ára samning.

Gabríel er 23 ára gamall hægri hornamaður sem er uppalinn hjá félaginu. Hann hefur tekið stór skref í sínum leik undanfarin ár en á sínum yngri árum lék hann með yngri landsliðum Íslands.

Það er mikil ánægja með þessa undirritun og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs!

Á meðfylgjandi mynd er Gabríel ásamt Garðari B. formanni handknattleiksdeildar.

Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!