Yngri flokkar - Birna María og Erna Sólveig til æfinga hjá U16

14.okt.2022  12:00

Þær Birna María Unnarsdóttir og Erna Sólveig Davíðsdóttir hafa verið valdar í U16 ára landslið Íslands sem æfir í Miðgarði síðar í mánuðinum. Það er Magnús Örn Helgason sem er þjálfari U16 og U17 landsliða kvenna.

Birna María var valin besti leikmaður 3. flokks á dögunum og var Erna Sólveig markahæst á leiktíðinni með 3. flokki félagsins en hún skoraði 22 mörk.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og velfarnaðar í verkefninu sem framundan er.