Yngri flokkar - Birna María á æfingar með U-16 hjá KSÍ

15.nóv.2022  10:48

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U-16 kvenna hefur valið Birnu Maríu Unnarsdóttur í æfingahóp til að taka þátt í æfingum dagana 23.-25. nóvember 2022. Æfingarnar verða í Miðgarði, Garðabæ.

ÍBV óskar Birnu Maríu innilega til hamingju!