Yngri flokkar - Sjö drengir á æfingar með yngri landsliðum HSÍ

04.mar.2024  09:29

Sigurmundur Gísli, Andri Erlings, Elís Þór, Jason, Elmar, Hinrik Hugi og Ívar Bessi

Yngri landslið karla hjá HSÍ æfa dagana 14.-17. mars nk. og voru gefnir út æfingahópar um helgina fyrir U15, U16, U18 og U20, og á ÍBV 7 iðkendur sem taka þátt í þessum æfingum.

 

Jón Gunnlaugur Viggósson og Haraldur Þorvarðarson völdu Sigurmund Gísla Unnarsson til æfinga með U15.

 

Heimir Ríkharðsson og Patrekur Jóhannesson völdu Andra Erlingsson, Elís Þór Aðalsteinsson og Jason Stefánsson til æfinga með U18.

 

Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon völdu Elmar Erlingsson, Hinrik Huga Heiðarsson og Ívar Bessa Viðarsson til æfinga með U20.

 

ÍBV óskar þeim til hamingju með valið!