Yngri flokkar - Þóra til æfinga hjá U19 ára landsliðinu

13.jan.2023  10:00

Þóra Björg Stefánsdóttir hefur verið valin til æfinga og leiks hjá U19 ára landsliði Íslands í næstu viku. Þóra hefur leikið vel með ÍBV síðustu ár í 2. og meistaraflokki en hún hefur oft verið valin með U18 og 19 ára landsliðinu.

Liðið, sem Margrét Magnúsdóttir þjálfar, æfir í Garðabænum og spilar leik við meistaraflokk Stjörnunnar þann 17. janúar, sitt hvoru megin við æfingar liðsins.

Að ofan er mynd af Þóru er hún var í byrjunarliði U18 ára landsliðsins í fyrra.