Yngri flokkar - Íva Brá, Kristján Logi, Ragna Sara og Þóra Björg á æfingar hjá KSÍ

19.jan.2022  09:03

ÍBV á fjóra fulltrúa í landsliðshópum sem æfa í janúar hjá KSÍ.

Íva Brá Guðmundsdóttir var valin í hóp til æfinga hjá U16, en æfingarnar fóru fram 12.-14. janúar sl. í Skessunni í Hafnarfirði. Magnús Örn Helgason er þjálfari liðsins.

Kristján Logi Jónsson var valinn í æfingahóp hjá U15, æfingarnar fara fram 24.-26. janúar nk. í Skessunni í Hafnarfirði. Lúðvík Gunnarsson er þjálfari liðsins.

Ragna Sara Magnúsdóttir og Þóra Björg Stefánsdóttir hafa verið valdar í 25 leikmanna hóp hjá U19, æfingarnar fara fram 24.-26. janúar í Skessunni í Hafnarfirði. Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari liðsins, næsta verkefni er milliriðill í undankeppni EM 2022 en þar er Ísland í riðli með Englandi, Belgíu og Wales.

ÍBV óskar þeim til hamingju með valið!