Handbolti - Elísa Elíasdóttir skrifar undir samning við ÍBV

18.sep.2020  09:05

Elísa Elíasdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við ÍBV!

Elísa er ungur og efnilegur línumaður sem hefur leikið virkilega vel með yngri flokkum félagsins undanfarin ár. Hún hefur núna í haust verið í æfingahópi meistaraflokks og var svo í leikmannahópnum í fyrsta skipti í fyrsta deildarleik vetrarins um síðustu helgi. Elísa hefur leikið undanfarin ár með yngri landsliðum okkar Íslendinga en síðast fór hún í sumar með U-16 ára landsliðinu til Færeyja.

Við erum ótrúlega ánægð með þetta og hlökkum til samstarfsins í vetur!

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!