Handbolti - Amelía Dís skrifar undir samning við ÍBV

11.sep.2020  16:55

Amelía Dís Einarsdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við ÍBV!

Amelía er ung og efnileg handknattleikskona sem hefur leikið með yngri flokkum félagsins síðustu ár og staðið sig ótrúlega vel. Hún hefur jafnframt leikið með yngri landsliðum Íslands og síðast þegar hún fór með U-16 ára liðinu til Færeyja þar sem þær léku æfingaleiki.

Við erum ánægð með þetta og hlökkum til samstarfsins í vetur!

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!