Handbolti - Andri Ísak framlengir við ÍBV

08.sep.2020  17:01

Andri Ísak Sigfússon hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV. Andri er 21 árs gamall markvörður, eyjapeyi sem hefur leikið allan sinn feril hjá ÍBV.

Hann hefur undanfarin ár leikið með U-liði og meistaraflokki félagsins en hann hefur í gegnum tíðina verið í hinum ýmsu yngri landsliðum Íslands og gert góða hluti.

Andri er að ná sér eftir erfið meiðsli og verður klár í slaginn síðar í vetur, en við erum ánægð að tryggja okkur krafta hans áfram. Við hlökkum til að sjá hann aftur á parketinu og til áframhaldandi samstarfs.

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!