Handbolti - Harpa Valey skrifar undir nýjan samning

12.ágú.2020  08:34

Núna á dögunum skrifaði Harpa Valey Gylfadóttir undir nýjan samning við ÍBV. Harpa er ungur og efnilegur leikmaður, fædd árið 2002 en hefur leikið með meistaraflokki félagsins síðustu ár. Harpa hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og nú síðast með U-18 í Færeyjum á dögunum.

Við erum ánægð með að hafa tryggt okkur krafta Hörpu áfram og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

 

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!