Handbolti - Kristrún Hlynsdóttir skrifar undir nýjan samning

05.ágú.2020  13:30

Kristrún Ósk skrifaði fyrr í sumar undir eins árs samning við félagið. Kristrúnu þekkja allir ÍBV-arar enda hefur hún leikið með liðinu undanfarin ár. Hún lék t.a.m. alla 18 deildarleikina í Olís deild kvenna á síðasta tímabili og skoraði í þeim 38 mörk.

Við erum mjög ánægð að hafa tryggt okkur krafta Kristrúnar áfram og hlökkum til samstarfsins í vetur!

 

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!