Handbolti - Sandra Erlings til ÍBV á ný!

22.mar.2020  16:14

Sandra Erlingsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Söndru þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum, enda Eyjamær sem lék m.a. með liði ÍBV á árunum 2016-2018 við góðan orðstír.

Árið 2018 flutti Sandra til Reykjavíkur þar sem hún hefur stundað nám og leikið með liði Vals í Olísdeildinni.
 

Við hjá ÍBV erum ótrúlega spennt fyrir samstarfinu og erum glöð að Sandra sé nú komin heim!

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!