Handbolti - Vilmar Þór nýr framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar

15.júl.2019  18:11

Vilmar Þór Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV. Vilmar þarf varla að kynna fyrir stuðningsmönnum og leikmönnum félagsins enda hefur hann verið mjög virkur í kringum starf deildarinnar undanfarin ár. Hann hefur verið kynnir á flestum leikjum í handboltanum og verið í handknattleiksráði síðustu þrjú tímabil. Vilmar hefur verið starfsmaður hjá Tryggingamiðstöðinni undanfarin 7 ár. ÍBV vill þakka Viktori Hólm Jónmundssyni fyrir frábær störf síðustu fjögur ár og óskum við honum alls hins besta á nýjum vettvangi.