Handbolti - Fjórar frá ÍBV í U-17 ára landsliðshóp

15.mar.2019  11:48

Þau Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson þjálfarar 17 ára landsliðs kvenna hafa valið 24 manna hóp til æfinga 20.-24. mars. ÍBV á fjóra fulltrúa í þessum hóp, það eru þær Andrea Gunnlaugsdóttir, Bríet Ómarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir. ÍBV óskar þessum flottu leikmönnum til hamingju með valið. :)

Áfram ÍBV