Handbolti - Sex frá ÍBV í yngri landslið

12.okt.2018  13:05

Heimir Ríkarðsson þjálfari U-19 ára landsliðs karla hefur valið 26 manna æfingahóp til æfinga helgina 26. – 28. október. Í hópnum er þeir Ívar Logi Styrmisson og Óliver Daðason frá ÍBV

Einar Andri Einarsson nýráðinn þjálfari U-21 árs landsliðs karla hefur valið 20 manna æfingahóp.Liðið leikur tvo vináttulandsleiki við Frakka, föstudaginn 26. okt. kl. 20.00 og laugardaginn 27. okt. kl. 16.00. Leikirnir fara báðir fram í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Í hópnum eru fjórir leikmenn úr ÍBV, þeir Andri Ísak Sigfússon , Daníel Örn Griffin, Elliði Snær Viðarsson og Friðrik Hólm Jónsson.

Það er mikill heiður að eiga leikmenn í yngri landsliðum og er félagið að rifna úr stolti yfir þessum flottu leikmönnum okkar. 

Áfram ÍBV