Handbolti - Deildarmeistaratitill í húsi.

22.mar.2018  10:38

Meistaraflokkur karla í handbolta tryggði sér í gær sigur í deildinni á ævintýralegan hátt. Sigur vannst á Fram 33-34 og var það Agnar Smári Jónsson sem tryggði sigurinn með marki 6 sekúndum fyrir leikslok. Dramatíkin var mikil þar sem meðal annars rafmagnsleysi í Framheimilinu varð til þess að leikurinn dróst á langinn og var öðrum leikjum lokið þegar síðustu mínútur þessa leiks voru spilaðar. Eyjamenn vissu því að ekkert annað en sigur dygði til að landa deildarmeistaratitlinum. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem liðið verður deildarmeistari. Til hamingju strákar og ÍBV-arar.