Handbolti - Þrír frá ÍBV í 28 manna hópnum

06.des.2017  23:42

Geir Sveinsson er búinn að tilkynna 28 manna hóp sem á möguleika að spila á EM í Króatíu.  ÍBV á þrjá leikmenn í þessum hópi þá Aron Rafn, Kára Kristján og Theodór.  16 leikmenn verða svo valdir fyrir mótið og er leyfilegt að gera tvær breytingar á hópnum yfir mótið.  Vonumst við að sjálfsögðu eftir að sjá eyjastráka á parketinu í Króatíu í janúar.