Handbolti - Elliði í U-19 í handbolta

23.maí.2017  23:22

Bjarni Fritzson, þjálfari u-19 ára landsliðs karla hefur valið æfingahóp fyrir sumarið 2017.
U-19 ára landslið karla tekur þátt í æfingamóti í Lubeck í Þýskalandi 29.júní - 2. júlí, en í ágúst fer svo fram HM 19 ára landsliða í Georgía og þar verða strákarnir okkar meðal þátttakenda.

Elliði Snær Viðarsson er fulltrúi ÍBV í hópnum en þess má geta að Elliði var einnig valinn í U-21 árs liðið.