Handbolti - Tveir frá ÍBV í valdir U-17 hjá HSÍ

20.maí.2017  00:33

Heimir Ríkarðsson hefur valið æfingahóp fyrir u-17 ára landslið karla en liðið æfir 24. - 26. maí.Liðið tekur þátt í tveimur mótum í sumar, European Open í Svíþjóð í byrjun júlí og Ólympíuhátið Evrópuæskunnar í lok júlí. Sitthvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum.Frá ÍBV eru þeir Ívar Logi Styrmisson og Páll Eiríksson sem báðir voru frábærir í vetur.

ÍBV óskar þessum frábæru leikmönnum til hamingju með valið