Handbolti - Handboltaveisla framundan

28.feb.2017  21:02

Það eru skemmtilegir tímar framundan í handboltanum og mikið af leikjum framundan. Á fimmtudaginn kl. 18.30 spila strákarnir heima á móti Gróttu. Þar má búast við hörkuleik enda hefur deildin verið óvenju jöfn í vetur. Á laugardaginn kl. 13.30 fá svo stelpurnar lið Vals í heimsókn. Valur er með stigi meira en ÍBV þannig að með sigri komumst við upp fyrir Val í fjórða sætið. Rétt er að benda á að aðeins fjögur efstu liðin í Olísdeild kvenna fara í úrslitakeppni þannig að þetta er gríðarlega þýðingarmikill leikur fyrir bæði lið.

Áfram ÍBV