Yngri flokkar - Tvær frá ÍBV í U-17 hjá HSÍ.

19.jan.2015  08:48

Valinn hefur verið æfingahópur U-17 ára landsliðs kvenna í handbolta sem mun keppa fyrir Íslands hönd í undankeppni EM sem haldin verður í Færeyjum 13.-15.mars.

Þær Ásta Björt Júlíusdóttir og Þóra Guðný Arnarsdóttir voru valdar frá ÍBV.

Þjálfarar liðsins eru þeir Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggóson sem þjálfar kvennalið okkar.

Fyrsta æfing liðsins verður 9.mars.

ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur.