Handbolti - Maggi og Ester framlengja.

21.maí.2013  09:09
Handbolta"hjónin" Magnús Stefánsson og Ester Óskarsdóttir hafa framlengt samninga sína við ÍBV til 1. júní 2014.
Magnús var í lykilhlutverki í varnarleik liðsins í vetur og var valin besti varnarmaður deildarinnar. Þá skoraði hann 58 mörk í 21 leik. 
Ester eignaðist barn sl. haust en var að komast í sitt góða form undir lok móts. Öruggt að hún muni spila mjög stórt hlutverk í mikið breyttu ÍBV liði næsta vetur. 
 
ÍBV er mjög ánægt með að hafa náð samningi við þessa leikmenn enda mjög mikilvægir báðir tveir. 
 
Enn er unnið að leikmannamálum og vænta má fleiri frétta í þessari viku.