Yngri flokkar - Æfingagjöld fyrir árið 2013

07.feb.2013  13:20
Næstu daga fá foreldrar greiðsluseðil frá félaginu vegna æfingagjalda. Innifalið í æfingagjöldunum eru æfingar í handknattleik og knattspyrnu. Æfingagjald fyrir eitt barn er 51.000 krónur. Félagið veitir systkinaafslátt þannig að fyrir annað barn kostar 32.000 krónur og fyrir þriðja barn 17.500 krónur.

Ákveðið hefur verið að afhenda búninga með æfingagjöldum annað hvert ár 2013, 2015, 2017.....

Reglur vegna búninga eru þessar:

·        Aðeins iðkandi sem hefur gengið frá greiðslu æfingagjalda fær keppnistreyju frá félaginu.

·        Þeir iðkendur sem byrja að æfa hjá félaginu á seinni hluta árs og greiða aðeins hálft æfingagjald fá ekki búning frá félaginu.

·        ÍBV búninginn má aðeins nota til að keppa í.

·        Ef iðkandi vill nota innanundirbol undir keppnistreyju skal bolurinn vera hvítur.

·        Ætlast er til að foreldrar/forráðamenn sjái iðkendanum fyrir ÍBV stuttbuxum og sokkum sem eru m.a. til sölu í Axel Ó.

·        Ef að búningur týnist eða eyðileggst þá þurfa foreldrar að útvega nýjan búning.

·        Búningar verða að öllum líkindum afhentir í apríl.

 

ÍBV greiðir ferðakostnað í Íslandsmót hjá öllum flokkum. Þá fá börn sem æfa hjá félaginu frítt á alla heimaleiki ÍBV.

Þeir sem hafa ekki fengið greiðsluseðil frá félaginu geta nálgast samning um æfingagjöld hér. Hægt er að senda tölvupóst á  sigfus@ibv.is eða koma í Týsheimilið á skrifstofutíma.