Handbolti - Ivana í leikbann. Missir af stórleik.

07.mar.2012  10:10
Ivana Mladenovic, línumaður kvennaliðs ÍBV, var í gær úrskurðuð í leikbann. Dómari leiks FH og ÍBV sýndi henni rauða kortið eftir að leiktíminn var liðinn. Sjónarvottar telja að þarna hafi umtalaður dómari algerlega misst sig í smámunasemi. Í agaskýrslu kemur fram að Ivana hafi sýnt af sér óíþróttamannslega framkomu. Sjálf segist húna hafa klappað fyrir dómaranum og sagt "good referee". Hvort þetta atvik verðskuldi keppnisbann verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig.
 
Þetta kemur sér verulega illa fyrir liðið þar sem næsti leikur er á föstudaginn gegn Fram og Ivana einn af burgðarásum liðsins, bæði í vörn og sókn.