Yngri flokkar - Breyttur æfingatími 7 flokks karla

22.feb.2012  09:21

Nú hefur verið ákveðið að Egill Arnar Arngrímsson komi að flokknum og verði þjálfurum til aðstoðar, sérstaklega á föstudagsæfingum kl. 17:00 sem er nýr æfingatími og kemur í stað fimmtudags æfinga.

Við munum hafa Týsheimilið undir æfingar á föstudögum en foreldrar eru beðnir um að hafa strákana þannig til fara að þeir geti hoppað inn í Eimskipshöll með stuttum fyrirvara því að það eru oft lausir tímar þar á föstudögum og við munum þá nota þá.

Æfingartímar verða þá frá og með þessum degi, eftirfarandi:

Mánud. kl. 14:30               Eimskipshöll

Miðvikud. Kl.14:30           Eimskipshöll

Föstud. Kl.17:00                Týsheimilið/Eimskipshöll
*Ath. að það er ekki æfing á fimmtudaginn, við hættum með þær.