Yngri flokkar - Þarft þú að senda jólapakkann uppá land?

13.des.2011  09:12

Því ekki að styrkja ÍBV í leiðinni

Þau hjá Landfluttningum-Samskip eru komin í jólaskap. Ein af gjöfunum sem þau gefa þessi jólin er til barna- og unglingastarfs ÍBV. Fyrirtækið ætlar að gefa allt andvirðið sem kemur inn fyrir senda jólapakka til og frá Eyjum í barna- og unglingastarf félagsins. Það er því um að gera að kíkja við hjá Samskipum og senda jólapakkann. Það kostar litlar 750 krónur að senda gjöfina.