Yngri flokkar - Fatnaður í óskilum

14.okt.2011  08:30
Töluvert magn fatnaðar hefur safnast saman í Íþróttamiðstöðinni og Eimskipshöllinni í sumar og haust. Þann 1. nóvember nk. munu starfsmenn safna þessu saman og færa Rauða krossinum það sem nýtilegt er. Ef þig grunar að einhver flík í þinni eigu sé til staðar hjá okkur getur þú leitað hennar fyrir áðurnefnda dagsetningu. Eitthvað er þó af fatnaði úr Eimskipshöll í Týsheimilinu.

                                   Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja