Handbolti - Vignir markahæstur og Birkir grófastur!

09.feb.2011  09:03
Í samantekt sem vefmiðillinn sport.is stóð fyrir kemur fram að ÍBV á "toppmenn" í 1.deildinni.
Samantektin var unnin eftir 13.umferðina.
 
Vignir Stefánsson er markahæsti leikmaðurinn með 90 mörk í 12 leikjum, en Viggi er búin að vera sjóðheitur það sem er af þessu tímabili. Hann hefur skorað 7,5 mörk að meðaltali í leik.
 
Þá kemur einnig fram að Birkir Már Guðbjörnsson hefur oftast verið rekinn út af í umferðunum 13 eða 11 sinnum. Þá hefur hann fengið 6 gul og 1 rautt spjald.
 
Alla töfluna má sjá hér fyrir neðan.
 
Næsti leikur strákanna er á laugardaginn gegn Víkingum í Reykjavík, leikurinn verður klukkan 13:00

Markahæstu leikmenn:
1. Vignir Stefánsson, ÍBV, 90 mörk í 12 leikjum
2. Halldór Guðjónsson, FH U, 80 mörk í 11 leikjum
3. Arne Karl Wehmeir, Víkingur, 70 mörk í 13 leikjum
4. Hjalti Þór Pálmarsson, Grótta, 68 mörk í 13 leikjum
5. Atli Hjörvar Einarsson, Selfoss U, 60 mörk í 12 leikjum
6. Tandri Már Konráðsson, Stjarnan, 59 mörk í 8 leikjum
7. Guðmundur Sigurður Guðmundsson, Stjarnan, 59 mörk í 13 leikjum
8. Einar Örn Hilmarsson, Fjölnir, 57 mörk í 13 leikjum
9. Sigurður Magnússon, ÍR, 56 mörk í 11 leikjum
10. Vilhjálmur Ingi Halldórsson, Stjarnan, 53 mörk í 13 leikjum

 

Flestar 2.mínúta brottvísanir:
1. Birikir Már Guðbjörnsson, ÍBV, 11 2.mín, 6 gul, 1 rautt í 13 leikjum
2. Óskar Svanur Erlendsson, Fjölnir, 10 2.mín, 2 gul, 2 rautt í 12 leikjum
3. Rúnar Hjálmarsson, Selfoss U, 9 2.mín, 3, gul, 2 rautt í 7 leikjum
4. Vilhjálmur Ingi Halldórsson, Stjarnan, 10 2.mín, 9 gul í 13 leikjum
5. Elvar Örn jónsson, Stjarnan, 11 2. mín, 7 gul í 13 leikjum
6. Hrannar Máni Gestsson, ÍR, 10 2.mín, 6 gul í 13 leikjum
7. Jóhann Gísli Jóhannesson, Grótta, 10 2. mín, 4 gul í 13 leikjum