Handbolti - Mótbyr

30.nóv.2010  21:36
Strákarnir hafa verið að sigla í miklum mótbyr í undanförnum leikjum. Eftir frábæra byrjun í 1.deildinni hafa þeir verið heiglum horfnir í síðustu leikjum. Jafntefli gegn Víkingi, tap gegn Selfossi og núna tap í Mýrinni gegn Stjörnunni 29-20.
Strákarnir hafa misst sjálstraustið sem þeir höfðu fyrir mót. Það voru ekki bara að þeir höfðu trú á sér, heldur höfðu aðrir trú á þeim og var ÍBV spáð öðru sæti deildarinnar. Það er hægt að hringja í vælubílinn og segja að það séu svo margir meiddir. En það kemur maður í manns stað. Það er frekar að menn þurfa að spýta í lófann og berjast eins og ljón, það er það sem við þurfum að gera.
Leikurinn gegn Stjörnunni verður ekki nákvæmlega útlistaður hér, hann er í beinu framhaldi af seinustu leikjum okkar. Menn voru ekki með rétta keppnisskapið, voru einbeitingalausir og það varð þeim að falli. Þeir t.d. brenndu af dauðafærum og vítaköstum.
En strákarnir eiga eftir að koma sterkir til baka. Vonandi gegn ÍR en sá leikur er hér heima á laugardaginn kl.13:00