Handbolti - Strákarnir fengu á kjaftinn

22.nóv.2010  20:23
ÍBV tók á móti Selfoss U á laugardaginn í mfl. karla. Fyrsta umferðin af þremur var þá nýlokin, en ÍBV fór í gegnum hana taplausir og í efsta sæti. En Selfissingar voru aðeins með einn sigur í ferilskránni. Hvort um vanmat eða það að við glímum við mikil meiðsli leikmanna var að ræða þá alla vega spiluðu leikmenn ekki eins vel og þeir geta.
ÍBV var þó með forystu allan fyrri hálfleikinn, en munurinn varð aldrei mikill. Staðan í leikhlé var 13-12 ÍBV í vil. Selfissingar komu mikið betur stemmdir í síðari hálfleik, búnir að finna lyktina af mögulegum sigri. Börðust miklu meira en okkar menn, sem lyppuðust niður við mótlætið. Selfoss náði 7 marka mun 21-28 þegar 10 mín voru eftir. Þá kviknaði smá neisti hjá okkar mönnum og náði ÍBV jafnt og þétt að minnka muninn. En það var of seint, fyrsta tap vetrarins var raunin 28-30.
 
Markavarslan: samtals 36%
Kolbeinn Aron Arnarsson 8/1
Þorgils Orri Jónssson 9 
 
Mörk ÍBV:

Grétar

8

Leifur

7

Vignir

5

Sindri Ó

3

Björn

2

Arnar

2

Davíð

1